Tónfundir og vetrarfrí
Nú er komið að tónfundum hjá okkur í Tónskóla Hörpunnar. Þið sem ekki þekkið tónfundi eru það óformlegir tónleikar þar sem við hittumst í litlum hópum og spilum eitt lag fyrir hvort annað. Salurinn okkar er smár og því bjóðum við öllum nemendum að hafa einn með til að hlusta. Þetta tekur stutta stund og við reynum eftir fremsta megni að hafa þetta afslappað.
Upplýsingar um tímasetningar fáið þið frá ykkar kennara en skipulag er svona:
Diljá 15.okt,
Leifur 15.okt (gítarnemendur og bassanemendur)
Jón 16.okt.
Ingrid 20.okt
Fannar, 21.okt,
Oliver 22.okt,
Maríann 22.okt
Steini 22.okt,
Leifur 21-22.okt (forskólanemendur)
Vetrarfrí
Vetrarfríið í hjá okkur er samhliða grunnskólanum svo engin kennsla er dagana 24.-28. október.
You must be logged in to post a comment.